Blues on Blonde on main street!

blues on blonde 

Hljómplötuútgáfan bandaríska Telarc sendi fyrir nokkrum misserum síðan frá sér tvær forvitnilegar blúsplötur. Báðar eru þær endurgerðir af frægum rokkplötum frá því í kringum 1970. Um er að ræða einhverjar bestu plötur rokksögunnar, Nefnilega Blonde on Blonde Bob Dylans og Exile on main street Rolling Stones. Nefnast þær í meðförum blúsarana Blues on blonde on blonde og Exile on Blues street.

Það er ekki undarlegt að blúsarar taki fyrir Bob Dylan og Rolling Stones. Rætur beggja liggja í blúsnum. Dylan og Stones hafa samið mörg fín blúslög sem þesskonar listamenn hafa óspart hampað, og einnig hafa þeir tekið gömul blúslög og gert að sínum. Sem dæmi má nefna að á plötu Dylans, Love and Theft er einhver magnaðasti blús sem Dylan hefur hljóðritað, Lonesome day blues. Það sem er áhugavert við þessar útgáfur Telarc er að þarna fáum við heilar plötur meistaranna í bláum tónum.

Sweet Virginia er til dæmis í  flutningi Jeff Lange, meðal annara flytjenda á þessari plötu má nefna    Lucky Peterson, Otis Taylor og Joe Louis Walker.

Af Blues on Blonde on Blonde er Just like a Woman með Eric Bibb og meðal annara flytjenda á Blues on Blonde on Blonde má nefna  Brian Stoltz, Sean Costello og Cyril Neville.

Báðar þessar plötur, Exile on Blues street og Blues on Blonde on Blonde eru mjög forvitnilegar, hvort sem er fyrir aðdáendur Rolling Stones og Bob Dylan eða þá sem ánetjaðir eru blúsnum. Oftast fer þetta reyndar saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar nýju útgáfur eru vissulega flott framtak, en það toppar samt enginn frumútgáfur meistaranna Bob Dylan og Rolling Stones.

Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:59

2 identicon

Blessaður Guðni. Það vill þannig til að ég á báðar þessar Telarc útgáfur og það eru ekki nema tíu lög á "Exile on blues st." en 18 á orginalnum, síðan sleppa þeir tveimur lögum af hinni, en þetta er áhugavert efni. Auk þess hefur Hvíta albúm Bítlanna fengið svipaðar trakteringar en þar voru bara tekin tíu lög...

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Já, það er stóri gallinn við þessar plötur að það eru ekki öll lögin með... sem er reyndar dálítið skrítið!!

Guðni Már Henningsson, 18.10.2007 kl. 08:38

4 Smámynd: Jens Guð

Þetta eru áhugaverðar plötur.  Takk fyrir að vekja athygli á þeim. 

Jens Guð, 19.10.2007 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband