17.10.2007 | 09:42
Skelfingar heimska
Það er óskaplega pirrandi að vera einn og hálfan tíma að aka frá Hafnarfirði til útjaðrar Reykjavíkur. Oftast tekur þetta ekki svona langan tíma en kemur þó fyrir. Í morgun varð árekstur á móts við Nesti í Fossvogsdal og allt stíflaðist. Ég heyrði af þessu í útvarpinu um kl 8.30 og var þá búinn að vera í bílalestinni í um það bil hálftíma. Þegar ég kom á slysstað um það bil hálftíma síðar var klesstur bíll enn á staðnum og löggubíll með blikkandi ljós. Vona að ekki hafi orðið slys. En ég spyr; þarf að hafa þessa bíla sem lenda í árekstri, í klukkutíma eða lengur á slysstað? Er ekki hægt að draga þá í burtu eftir að lögregla eða einhver er búinn að kanna aðstæður? Fleiri hundruð manns sitja fastir vegna þess að einn bíll stoppar allt... hvað á svona lagað að þýða? Það segir mér enginn að dráttarbílar höfuðborgarinnar hafi allir verið uppteknir á þessum tíma... fleiri tugir milljónir króna fóru í súginn vegna þess að mjög margir komu seint í vinnu...mjög margir verða pirraðir í allan dag! Svarið þessu þið sem ábyrgð hafið; afhverju þurfti einn klesstur bíll að vera á Kringlumýrarbrautinni í á annan tíma með löggubíl yfir sér með blikkandi ljósum? Af hverju var ekki hægt að draga hann í burtu eða skutla honum uppá umferðareyju sem var í 23 sentimetra fjarlægð? Í mínum huga er þetta heimska, í besta falli algjört hugsunarleysi og virðingarleysi fyrir þeim sem sátu fastir í bílalest sem hreyfðist varla... pirringur, pirringur og aftur pirringur...
Þrjú umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
17.10.2007 | 10:00
Afsakið hvað ég kem seint...Nú get ég vel ímyndað mér að margir hafi komið of seint til vinnu í morgun. Þá heyrist einmitt þessi afsökunarbeiðni oft. Ég veit ekki hvort ég sé harður í horn að taka en þegar að ég var"yngri" þá sagði maður mér sögu sem ég kem aldrei til með að gleyma. Hún hljómar svona:
"Þegar ég var að vinna í útlöndum (USA) þá kom fyrir að ég mætti of seint. Oft var það út af mikilli umferð en einnig út af veðri en veður var oft á tíðum mjög slæmt eins og hér á Íslandi. Þegar ég hafði komið 3-4 sinnum of seint var ég kallaður inn á "teppið". Þá sagði hann mér að koma of seint er óafsakanlegt. Ef veðurspáin er slæm þá legguru fyrr af stað, ef umferðin er slæm, eins og hún er alltaf, þá leggur þú fyrr af stað. Pointið er semsagt að það er ekki hægt að afsaka sig með það að koma of seint því það er alltaf sá möguleiki á að leggja af stað fyrr."
Við vitum öll hvað það er mikil óvirðing og dónaskapur að mæta of seint hvort sem það er á fund eða í vinnu og við Íslendingar eigum eflaust heimsmetið í því að koma of seint miðað við höfðatöl. Ég varð ískyggilega var við þetta þegar ég fór á landsleikinn, fólk var enn að streyma á völlinn þegar að 15 min voru liðnar af leiknum með þeim óþægindum að vera stanslaust að standa upp og setjast niður. Maður hefði skilið það ef það hefðu 20 þús manns verið að streyma á völlinn en ég efast um að það hafi verið svo mikið á vellinum.
Hvað sem það er fólk, leggið fyrr af stað og mætið ekki of seint.
Kjartan (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.