Dark Side of the Moon

dark side 

Það eru liðin  þrjátíu og eitthvað ár frá því að þessi plata kom út. Og hvílík plata.Hún kom öllum á óvart og einnig hljómsveitarmeðlimum sjálfum. Þeir höfðu áður gefið út sex stórar plötur.. Engin þeirra hafði selst í meira en tvö hundruð og fimmtíu þúsund eintökum. Dark side of the moon hefur selst í á fjórða tug milljóna og er  áætlað að um milljón eintök seljist Á HVERJU ÁRI. Platan var meira en 740 vikur á bandaríska billboard listanum en það eru ríflega fjórtán ár. Samt var hún einungis eina viku í toppsætinu og náði ekki nema öðru sæti á þeim enska.

Pink Floyd hófu gerð Dark side of the moon árið 1971. Platan þar á undan heitir Meddle og á henni var langt og mikið verk sem heitir Echoes. það var eitthvað sem þá langaði til að þróa nánar, electronisk rokktónlist, svuntuþeysar og segulbandsklipp og  melodisikt fallegt drungarokk. ekki þungarokk, drungarokk. Þeir byrjuðu á því að leita í segulbandasafni sínu að einhverju sem þeir höfðu ekki fullklárað eða notað áður. Hljómborðsleikarinn Richard Whrigt kom til dæmis með Great gig in the Sky, lag sem átti að vera í bíómyndinni Zabriskies Point en var hafnað..Og síðan kom hvert lagið á fætur öðru. Þeir tóku einnig viðtöl við rótara sína og aðra sem leið áttu um hljóðverið eða ganga þess. Klipptu allt til og Roger Waters kom með þá snilldar hugmynd að tengja öll lögin, annað hvort með bútum úr þessum viðtölum eða einhverjum undarlegum hljóðum. Textarnir  sem urðu til við gerð plötunnar fjölluðu um vanlíðan , geðveiki, stríð og annað jafn dásamlegt. Einhver hefði nú haldið að þetta  yrði ekki mjög söluvænlegt eða líklegt til vinsælda. En allt rann þetta saman í eina fyrirtaks symfóníu.  Nú, mörgum árum síðar, hljómar platan, eða geisladiskurinn jafn ferskur og fínn. Það er búið að endurútgefa Dark side of  the moon mörgum sinnum og  einnig sem DVD. Á honum má sjá brot úr hljóðveri er Pink Floyd unnu að Dark side of the moon, viðtöl við alla meðlimi bandsins auk nýrra hljóðritana með Roger Waters og David Gilmour. Og að sjálfsögðu má heyra alla plötuna. Þetta sannar enn og aftur að Dark side of the moon er eitt  allra besta tónverk sem samið hefur verið, og þá er ég ekki eingöngu að tala um rokk eða popp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála í einu og öllu. Ég er reyndar örlítið hrifnari á The Wall en það verk er svo epískt á alla kanta að manni endist varla ævin í að komast yfir það. Auk þess verður The Final Cut alltaf í uppáhaldi hjá mér en hún hjálpaði mér á ákveðin hátt í gegnum unglingsárin.

Ég er viss um að eftir að við erum öll dauð og grafin munu menn nefna Pink Floyd í sömu andrá og menn eins og Beethoven og Bach. Ekki spurning! 

Egill Harðar (IP-tala skráð) 16.10.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

ég er hjartanlega sammála þér...

Guðni Már Henningsson, 16.10.2007 kl. 12:51

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ótrúlega góðar plötur. Allar Pink Floyd plöturnar. Það er ekkert sambærilegt til.

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.10.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Íslendingar kunna vel að meta Pink Floyd. Dúndurfréttir eiga þar hlut að máli. Ég man að Pink Floyd lög virkuðu alltaf vel á gamla Gauknum hjá Súellen og fleirum sem spiluðu þar. Blessuð sé minning Pink Floyd... og gamla Gauksins.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 16.10.2007 kl. 13:48

5 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Ég var frekar seinn til, sökum ungs aldurs, fáfræði og þröngsýni almennt, að verða Pink Floyd aðdáandi. En svo sá ég ljósið smám saman, þegar ,,Veggurinn" var fluttur á veggnum (Berlínar) fór ég að fíla ,,The Wall". Á einmitt þann gjörning á DVD (nýrri útgáfu) og svo lét ég nú aldrei verða af því að kynna mér ,,Myrku hliðina" fyrr en þegar Waters var væntanlegur á klakann. Þá sá ég og heyrði hvað ,,Dark Side of the Moon" er mikið snilldarverk.

Hrikalega seinhepppinn í tónlist. Verð að segja það.

Nú fíla ég þetta allt í tætlur.

Já, í sömu andrá og Mozart og þeir... sammála

Ágúst Böðvarsson, 17.10.2007 kl. 00:18

6 identicon

Það er raunar sama frá hvaða sjónarhorni málið er skoðað, Dark Side Of The Moon lendir alltaf á Topp 10 yfir bestu rokkplötur allra tíma. Persónulega held ég næst mest upp á fyrstu stóru plötu Pink Floyd, þar sem Syd Barett er allt í öllu. Svo koma Meddle, Wish You Were Here og The Wall.     

Stefán (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband