GUNNU LEIÐ.

 

     brennandi runniEitt lítið ljóð um konu eina merka sem átti í erfiðu hjónabandi!

Þú sem átt frelsið allsstaðar falið

og flísar líklega úr heilögum runna

þú sem átt góðvild og gæsku í trogum

og gráðuga unga með síopna munna

stattu nú sterk

með stöðugan verk

og hlýddu nú þeim sem alls ekkert kunna.

 

Þú sem átt ekkert nema allt gott skilið

og eilíft þú ljómar einsog stálsleginn tunna

þú sem ert hátt yfir raunirnar hafin

hættu að lifa einsog beinaber nunna

stattu svo sterk

með stöðugan verk

og hlýddu á þá sem alls ekkert kunna.

 

Nú skaltu hugsa því kallið hér kemur

kallinn  hann þambar upp þína brunna

reistu þig við og reimaðu skóna

þú Ragnheiður Ingibjörg Valgerður Gunna

stattu nú sterk

með stöðugan verk

og hlýddu ekki á þá sem alls ekkert kunna.

 

Rífðu þig upp og rústberðu líkið

og reyndu að losna við þennan klunna

hentonum út helst í Mið Atlantshafið

og hérmeð þú ljómar einsog máni og sunna.

stattu svo sterk

stöðug og merk

og hlýdd´ ekki þeim sem alls ekkert kunna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

góður Guðni !

Guðrún Jóhannesdóttir, 16.10.2007 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband