12.10.2007 | 10:46
Hún dansaði
Hún kom sem sunnanvindurinn með sólina handa mér og þér og hún skein svo ljúft og laðandi svo lýstist næturhimininn hún dansaði er dögun rann hún dansaði er kvöldið kallaði hún dansaði inn í nóttina og er morgunskíman merlaði hún átti það sem eftir var af eldi sem eitt sinn logaði hún gaf okkur allar gjafirnar sem í gær við fundum hvergi hún hló svo hátt í nóttinni hún grét er kvöldið kallaði hún brosti ein til birtunnar er morgunskíman merlaði svo fór hún burt í birtingu er bjarmi dagsins logaði og sólin hennar systir er og skýin hennar slæður við leitum hennar allstaðar við leitum hennar hér og þar í birtu morgunskímunnar í rökkri okkar hugsunar en hún fór burt í birtingu er bjarmi dagsins fölnaði og sólin hennar systir grét og skýin lutu höfði hún hló svo hátt í nóttinni hún grét er kvöldið kallaði hún brosti ein til birtunnar er morgunskíman merlaði |
Athugasemdir
Guðrún Jóhannesdóttir, 12.10.2007 kl. 11:23
elska þig vinur minn !
AlheimsLós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.10.2007 kl. 16:31
Mér finnst þetta ljóðaform svo skemmtilegt. Fallegt ljóð.
Góða helgi.
Ylfa Mist Helgadóttir, 12.10.2007 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.