Elvis og gospelið

elvis p 

Svo undarlega sem það kann að hljóma fékk Elvis Presley einungis þrenn Grammy verðlaun og þau fyrir gospeltónlist. Ekki að það sé undarlegt að hann skyldi hljóta þau fyrir gospel heldur hitt að rokkið skyldi verða útundan. Þessar staðreyndir heyrði ég fyrst í prédikun sem Heiðar Guðnason forstöðumaður Samhjálpar hélt. Einhvernveginn var ég ekki alveg að kaupa þetta en um síðustu jól fékk ég þetta endanlega staðfest, því þá kom út diskur með úrvali af gospellögum Elvis, Ultimate gospel. Og í bæklingi sem fylgdi diskinum var að finna fleiri ótrúlegar staðreyndir. Árið 1957 þegar Elvis rokkaði sem mest og hægrisinnaðir últrakristnir ameríkanar kölluðu rokktónlist hans músik Satans, gaf hann út smáskífu með laginu Peace in the valley sem seldist í hálfri milljón eintaka. Þremur árum síðar kom út stór plata sem heitir His hands in mine, og seldist hún jafnvel betur en ferskar heitar lummur. Töfrarnir í tónlist Elvis eru ótrúlegir og vandútskýrðir, rödd hans er að vísu einstök, en það eitt og sér dugar ekki til. Hann braut niður allar landamæragirðingar í tónlistinni, hvort sem þær voru landfræðilegar ellegar kynþáttabundnar. The Statesman quartett og Golden Gate kvartettinn voru hans uppáhaldsflytjendur í gospelinu og einmitt á His hand in mine vottar hann þeim virðingu sína. Stóra platan How great thou art, önnur gospelplata Elvisar kom út 1966 og fyrir þá þriðju sem kom út 1972 og heitir He touched me hlaut hann semsagt Grammyverðlaunin. Þrjár styttur auk tveggja annara útnefninga. Þeir sem úthluta grammyinu fyrir gospel geta verið stoltir, en hinir sem deila út rokkverðlaununum mega hengja haus. Áður en þetta nýja gospelsafn kom út höfðu selst hvorki fleirri né færri en 250 milljón eintök af gospelplötum Elvis. Lítið annað hægt að segja í lokin en eitt einfalt amen við því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband