16.9.2007 | 16:39
Ég er hættur að reykja....
.... eða réttara sagt, byrjaður að reykja ekki. Það er sunnudagur og bráðum verða liðnir TVEIR sólarhringar frá því að ég drap í síðasta vindlinum mínu. Og mikið skelfing öskra drýslarnir á nikótín! Þetta er drulluerfitt og þess vegna er ég að skrifa um þetta. Ég ER hættur að reykja...ég ER hættur að reykja. Ég tek einn dag í einu...einn klukkutíma í einu....eina mínútu í einu... Ég reykti smávindla og það kostaði mig næstum þúsund kall á dag...ímyndið ykkur það....365 þúsund á ári...sinnum fjörtíu ár!!!! Ég ætla ekki að reikna það út.. Þori það ekki...mér yrði illt í öllum skrokknum og sálinni en kanski mest í veskinu...sem er þó ekki burðugt fyrir. En, ég ER hættur að reykja! Ég ætla ekki að styðja lengur þessi stórgróða fyrirtæki sem eru að drepa milljónir.. en ég verð samt í einhvern tíma að styðja nikótin tyggjó fyrirtækin....sem sígarettuframleiðendurnir eiga efalaust!! En ég ætla ekki að styðja þau lengi. Ég ber ábyrgð á ást minni. Ég vil ekki fóðra krabbameinsfrumur..ég vil heldur vera sem lengst hjá þeim sem ég elska. Og ég elska. En þetta er samt erfitt... Ég set dæmið stundum þannig upp að ég spyr mig einnar spurningar; Hvort viltu fá þér einn vindil eða bæta ári við samveruna við Katrínu dóttur mína eða konuna sem ég elska? Svarið er einfalt...ég VIL fá mér vindil!! Djók!! Auðvitað vil ég eiga fleiri stundir með þeim sem ég elska. Þessi skrif mín eru mér mikilvæg. Ég læt alla þá vita sem koma hingað á bloggið mitt hvað er í gangi. Níkotinandinn er lúmskur og grípur til allra ráða til að lifa sem bestu lífi í líkama mínum. Ég er búinn að gera hann brottrækann og þetta eina musteri sem ég á er ekki lengur hans. Og ég sakna hans ekki. EKKI. Ég á fleiri stundir framundan með dóttur minni, konunni sem ég elska og öllum ástvinum mínum. Guðni Már Henningsson er hættur að reykja.
Athugasemdir
Til hamingju, ég er búin að vera reyklaus í meira enn eitt og hálft ár. Gangi þér vel!
Linda, 16.9.2007 kl. 17:06
Takk Linda..frábært hjá þér...þá veistu hvað ég er að ganga í gegnum núna!! Nikotinskrattinn lætur öllum illum látum en ég kem honum undir og kasta honum í hið dýpsta haf..Takk aftur og gangi þér vel..
Guðni Már Henningsson, 16.9.2007 kl. 17:11
Gangi þér vel í baráttunni !
Ég hef nú ekki reykt svo lengi að elstu menn muna mig ekki með sígó, en ég stundaði ÓBEINAR REYKINGAR í fjölda fjölda ára og það get ég sagt þér að þegar ég flutti frá Hvammstanga (þar sem óbeinu reykingarnar fóu fram með vinkonu minni) þá átti ég í harðvítugri baráttu við nikotínpúkann, skammaðist mín bara fyrir að láta undan honum og byrja á þessum ósið 55 ára gömul 8 barna amma
Kveðja af Skaganum
Guðrún Jóhannesdóttir, 16.9.2007 kl. 18:22
Þakka ykkur kærlega fyrir stuðninginn....nú er þriðji sólarhringurinn upprunninn..og Anna, þúsund þakkir fyrir leiðbeiningarnar..þær verða hérna og ég get alltaf gripið til þeirra...takk fyrir.
Guðni Már Henningsson, 17.9.2007 kl. 00:55
Gott hjá þér Guðni! Ég losnaði undan þjáningum þessum fyrir tæplega 21 ári verður þann 15 okt n.k. Er eitt það erfiðasta sem ég hef gert í lífinu, en trúðu mér það er sko þess virði að þrauka, ekki bara peningana vegna, heilsan og allur pakkinn. Veit þú ferð létt með þetta com on Guðni com on..... kv Páll Jóhannesson Akureyri.
Páll Jóhannesson, 17.9.2007 kl. 13:58
Gangi þér vel Guðni, þú kemst yfir þetta. Það er hægt, þó það gangi hægt. Kveðja að austan!
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 17.9.2007 kl. 14:35
Með ykkar hjálp.....
Guðni Már Henningsson, 17.9.2007 kl. 14:37
Elsku vinur minn. Ég stend með þér í þessu og bið okkar himneska föður að vera með þér í þessu. Davið sálmaskáld talar um að frá Drottni kemur mannsins skrefum festa. Megi það vera svo í þínu reykleysi. Segi eins og Páll hér fyrir ofan, com on Guðni com on og bæti svo við GO GUÐNI GO
Kristinn P Birgisson (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.