Strjúktu hendi

 Guðs auga

 

Strjúktu heitri hendi þinni

yfir fjöllin sjö

yljaðu grjótinu og giljunum

 

ég dansa Guð minn

yfir frostpollana

 

sjáðu kalt landið

heyrðu lóusönginn

 

ég syng síðan

sönginn okkar

og það mun bergmála

í fjöllunum sjö

allt til sjöstjörnunnar

 

og frostið í augunum

brunar svo loks

á vetrarbraut

 

til þín meistari minn

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Lúnkinn ljóðasmiður frændi (úr Svarfaðardalnum?). Áfram með smjérið!

kv.  Bergur Thorberg

Bergur Thorberg, 12.9.2007 kl. 13:45

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þetta eru genin úr Svarfaðardalnum frændi!!!!!

Guðni Már Henningsson, 12.9.2007 kl. 13:49

3 Smámynd: Linda

vá, þetta var dásamleg lesning, þakka þér fyrir.

Linda, 12.9.2007 kl. 15:09

4 identicon

Fallegt.

Ragga (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og ég sem hélt að þú værir bara uppalin strákskömm í Bústaðahverfinu, enda yfirlýstur Víkingur!

og ekki ertu nú beinlínis með Svarfdælska framburðinn, en það er nú tóti Eldjárn ættaður frá Tjörn ekki heldur!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.9.2007 kl. 00:46

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er grunnt á gamla framburðinum úr Dalvíkinni....baukurinn þinn....

Guðni Már Henningsson, 13.9.2007 kl. 09:08

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt eins og alltaf,

Ljós vinur minn til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 04:55

8 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

fallegt   takk fyrir mig

Guðrún Jóhannesdóttir, 14.9.2007 kl. 13:07

9 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þakka ykkur öllum fyrir góð orð....

Guðni Már Henningsson, 14.9.2007 kl. 13:13

10 Smámynd: Jens Guð

  Þetta er fallegt ljóð.  Virkilega fallegt. 

  Sæunn systir mín og Kristján mágur á Uppsölum í Svarfaðardal voru eitthvað búin að nefna við mig tengingu þína við Svarfaðardalinn. 

  Svarfdælingurinn Steini Briem (pabbi Soundspell) fer líka mikinn í athugasemdakerfum á blogginu.  Skilur þar eftir sig vísur sem eru meira fyndnar en ljóðrænar.  Þannig að svarfdælsku stílbrigðin eru mörg. 

Jens Guð, 14.9.2007 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband