Kris Kristofferson

kris kristoffersonKris Kristofferson er einn af þessum stóru...samt er hann vanmetinn. Í fyrra sendi hann frá sér alveg frábærann disk sem heitir This old road. Hér er magnaður texti sem heitir In the news. Kynnið ykkur þessa plötu. Þegar ég síðast vissi var hún til í Smekkleysu.

Read about the sorry way he done somebody's daughter
Chained her to a heavy thing and threw her in the water
And she sank into the darkness with their baby son inside her
A little piece of truth and beauty died

Burning up the atmosphere and cutting down the trees
The billion dollar bombing of a nation on it's knees
Anyone not marching to their tune they call it treason
Everyone says God is on his side

See the lightning, hear the cries
Of the wounded in a world in Holy war
Mortal thunder from the skies
Killing everything they say they're fighting for

Broken babies, broken homes
Broken-hearted people dying everyday
How'd this happen, what went wrong
Don't blame God, I swear to God I heard him say

Chorus
"Not in my name, not on my ground
I want nothing but the ending of the war
No more killing, or it's over
And the mystery won't matter anymore"

Broken dreamers, broken rules
Broken-hearted people just like me and you
We are children of the stars
Don't blame God, I swear to God he's crying too


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Heill og sæll,  meistari!  Aldeilis gaman að rekast á að þú ert kominn á stjá í bloggheimum.  Ég smelli í hvelli á þig sem bloggvin til að hafa þig með á daglegum bloggrúnti mínum.

  Æ,  það er eitthvert álag á kerfinu og ég kemst ekki í gegn.  Ég reyni aftur á morgun.

  Kris er meira en merkilegur tónlistarmaður.  Hann er líka bráðgáfaður og sá eini sem náði að drekka Janis Joplin undir borð.  Þrátt fyrir að hún væri vön að drekka 3 flöskur af sterku á dag. 

  Um helgina var ég að snúast með Kristian Blak í vinnuferð til Íslands.  Við heimsóttum meðal annars Óla Palla.  Óli Palli bað mig um að taka við af Arnari Eggerti í að gagnrýna erlendar plötur hjá ykkur á rás 2.  Arnar Eggert - sá mikli snillingur - er víst að hefja störf hjá ykkur sem stjórnandi sérstaks þungarokksþáttar. 

  En aftur að Kris Kristofersyni:  Þetta er einhver besti lagahöfundur kántrýsenunnar í Bandaríkjunum.  Að vísu er hann oft sjálfur á mörkum þess að vera kvarttóni undir hreinum tóni sem söngvari.  En það truflar ekkert.  Hann er alltaf flottur.   

Jens Guð, 10.9.2007 kl. 00:36

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

elsku vinur, er að fara í vinnuna, skrifa meira seinna !

hafðu besta dag í heima

AlheimsLjós á þig og katrínu Isafold

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 04:13

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk kæri vinur Jens Guð....skemmtileg tilviljun, var að hlusta á Blak í gær, Hvönn sem þú kannast örugglega við. Það er rétt, Arnar er að fara að stjórna þungarokksþætti hjá okkur. Kris er ekkert annað en snillingur, semur fín lög og í textagerð er hann sér á báti. Þvílíkur sögumaður!

Dagný, takk fyrir að lesa þennan fína texta....

Guðni Már Henningsson, 10.9.2007 kl. 09:31

4 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef töluvert hlustað á Kris.  Og pælt dáldið í honum sem tónlistarmanni.  Ekki síst vegna þess að hann lenti snemma í slagtogi með Jerry Lee Lewis,  Johnny Cash og öðrum af þeim "kalliber".  Kris er einkar létt um að semja grípandi laglínur.  En lög hans hafa sömuleiðis vigt.  það er góð framvinda í þeim.  Laglínan (versin) er ekki síðri en viðlagið (kórus).  Heildarpakkinn hjá honum er svo góður. 

  Í textum er hann sömuleiðis einkar opinskár.  Kemur sér beint að umræðuefninu án líkingarmáls eða útúrdúra.  Er jafnvel sér á parti á því sviði innan kántrýgeirans. 

Jens Guð, 11.9.2007 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband