5.9.2007 | 23:40
Hermenn
Skelfing var eymdarlegt að sjá einhverja íslenska kalla sem vilja vera hermenn, í sjónvarpsfréttum kvöldsins. Georg landhelgisstjóri var uppí Hvalfirði ásamt einhverjum útlenskum dátum að leika sér með fjarstýrðan bíl sem þeir kölluðu sprengjutínara eða eitthvað álíka. Ekki nóg með það, heldur höfðu þeir gleymt að láta sveitarstjórann vita að þeir væru að koma með hertól allskonar að leika sér í hlaðinu hjá honum. Hvurslags eiginlega framkoma er þetta? Eftir að hernámsliðið bandaríska gafst upp á hraglandanum á Miðnesheiði hafa íslenskir tindátar vart á heilum sér tekið..hér verður að hafa her eða í það minnsta herlögreglu. Og þeim fannst einnig afskaplega kúl að senda nokkra menn til Afganistans. Þar munað minnstu að illa færi er teppabúð var sprengd í loft upp. Einusinni gekk ég um götur Reykjavíkur og hrópaði Ísland úr Nato og herinn burt. Nú er herinn farinn, það er bara eftir að koma sér úr Nató...sem einusinni var kallað "varnarbandalag"! Þeir eru búnir að dreifa her sínum um austurlönd einsog þeir væru engisprettufaraldur.... þeir eru bara enn hættulegri en pöddurnar þær. Hvað eru þeir að verja? Verjast menn ekki á heimaslóðum, á sínum leikhelmingi? Er ekki Nato orðið sóknarlið? Án þess að vita í raun eftir hverju þeir eru að sækjast. Kanski olíu? Nóg er af henni í austurlöndum. Ég hvet alla sem ekki hafa séð mynd Michaels Moore, Fahrenheit 9/11 að skoða hana. Og við hin sem erum búin að skoða hana, gerum það aftur!
Athugasemdir
island úr nató ísland úr nató ísland úr nató því.......
þetta var fyrsta lagið sem hún sigyn lærði !
AlheimsLjós til þín elsku vinur minn
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 14:18
ég sé að hann hlynur vinur er bloggvinur þinn, svona er lífið skemmtilegt !!!
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.9.2007 kl. 14:18
Takk elsku Steina. Ég vissi alltaf að þú værir góður uppalandi...
Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.