HK/VÍKINGUR Í ÚRVALSDEILD

Kvennalið HK/Víkings vann í kvöld Hött frá Egilsstöðum 5-1 í úrslitaleik um sæti í úrvalsdeildinni. Loksins gat mitt aldna Víkingshjarta glaðst, ekki hafa gleðistundirnar verið of margar í sumar ef ég hugsa til karlaboltans. Því miður hef ég ekki komist á nema einn leik og verð að segja að það var flottur leikur hjá mínum mönnum. Ég sá þá vinna KR í Frostaskjólinu 2-1. En stelpurnar eru búnar að standa sig einsog hetjur... hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins gert þrjú jafntefli. Frábær frammistaða hjá þeim. Ég gleðst og sendi þeim hamingjuóskir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband