Ég er orðinn þreyttur á þessu.

ÉG var 70 mínútur í vinnuna í morgun. Ég bý ekki á Þingvöllum né á Laugarvatni. Ekki heldur á Hellu né Kópaskeri. Ég bý í Hafnarfirði. Þaðan sem ég bý eru 10.4 km að Efstaleitishæðum og Útvarpshúsi. Þetta er ekki hægt! Og þó, þetta var hægt, löturhægt. Keflavíkurvegurinn, Hafnarfjarðarvegurinn, Kringlumýrarbrautin, allt stiflað. Ég var svo heppinn að geta beygt inná Bústaðaveginn rétt áður en ég  missti mig. Ég var því ekki í góðu skapi þegar ég ruddist inn í Útvarpshúsið, en hún Dóra sem vinnur í móttökunni er með svo yndislegt bros og fallega framkomu að ég hætti við að brjóta nokkrar rúður. Það verður að finna lausn á þessu máli. Að vísu var þetta með versta móti í morgun en stíflur eru á hverjum morgni. Og ekki bara á Hafnarfjarðarveginum, það er líka erfitt að komast úr Mosfellsbænum. Gísli Marteinn, ætlaðir þú ekki að redda þessu?trabant

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný GG

Mikið er ég sammála þér ,ég bý á Kársnesinu og þetta var óvenjuslæmt í morgun .Reyndar var ég nokkuð viss um að það hefði orðið árekstur en ég sá hann hvergi .Hafði sko nægan tíma til að kíkja í kringum mig með umferðarhraðann á stop - 10km.

Guðný GG, 4.9.2007 kl. 10:45

2 identicon

Sæll Guðni Már, mikið skelfing er ég glaður að sjá að þú ert að blogga, maður með skoðanir og þær skemmtilegar!

    Kv Maggi Matt

P.S Bý núna á Selfossi og var 70 mínútur að aka þaðan í Stakkahlíðina (Rvk) í morgun

P.P.S sniðugt að vera með stærðfræðigetraun á síðunni - ef þú ert að lesa þetta þá vissi ég summuna af einum og tuttugu!

Magnús Matthíasson (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:04

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

æi sé að elsku ylfa frænka mín er orðin bloggvinur þinn, frábært !

heyrðu guðni þú verður að taka þig saman þegar maður er bloggvinur þá kíkir maður á bloggsíður vina sinna, og hana nú,

bíð eftir þér á minni síður !!!

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 4.9.2007 kl. 14:24

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Iss... kenni ekkert í brjósti um ukkur þarna syðra. Ukkur er nær að búa ekki bara úti á landi. Ég bý í Bolungarvík og vinn á Ísafirði og ég er bara 10 mín í vinnuna. Þrátt fyrir allt grjóthrunið :)

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.9.2007 kl. 19:21

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Bið að heilsa Bæjarstjóranum og hans frú!! Eigum við ekki bara að flytja Hafnarfjörðinn til Bolungarvíkur í allt ástarlífið þar? Eða var það ekki í Bolungarvík þarsem allir voru kvattir til að gera dodo?

Guðni Már Henningsson, 4.9.2007 kl. 19:45

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Maggi Matt....hafðu samband, láttu mig fá netfangið svo að ég geti verið í sambandi...Dísa dulle....

Guðni Már Henningsson, 4.9.2007 kl. 23:35

7 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Jú, mikið rétt. Hér gera allir mikið Dodo. Við þurfum ekkert að flytja Hafnarfjörðinn. Þú flytur bara, það er nóg. Grímur og frú búa í næsta húsi með þremur kattarkvikindum. Ég skila kveðjunni. Held samt að þau séu í úttlöndum.

Ylfa Mist Helgadóttir, 5.9.2007 kl. 17:48

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Þau voru í París að sjá Sonic Youth... ég er að verða of gamall fyrir dodo...

Guðni Már Henningsson, 5.9.2007 kl. 20:28

9 identicon

Ég bý bak við gömlu sundlaugina, keyri beint út á reykavíkurvegin í stífluna og í gær tók það mig 60 mínútur að komast í skólann í laugarnesinu.

Öllu skárra var það í dag, þá tók það 35 mínútur. 

Ragga (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:03

10 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Í morgun ákvað ég að bíða heima til kl. 8.50. Viti menn...engin stífla og rennireið í höfuðstainn.... hefði kanski ekki átt að segja frá þessu...;)

Guðni Már Henningsson, 5.9.2007 kl. 21:19

11 identicon

Ég hef ekki val um að bíða, á að vera mætt í skóla hálf níu en ég get heldur ekki lagt af stað fyrr því strákarnir mínir mæta í leikskóla 8. Klemma.

Mér tókst þó í fyrsta skiptið í vikunni að mæta á réttum tíma í morgun, á slaginu. 

Ragga (IP-tala skráð) 6.9.2007 kl. 20:24

12 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gott Ragga, gangi þér vel.

Guðni Már Henningsson, 6.9.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband