Getsemane

Trén bar við himininn
það var höfgi
yfir garðinum
og blómin ilmuðu
sem í kveðjuskini

hann vökvaði þau
með blóði sínu
og þau ilmuðu
sem aldrei fyrr

hann féll á kné
á ilmandi jurtirnar
í dauðans angist

svo kom félagi hans
tók utan um hann
og kyssti hann.

klukka

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

takk fyrir að vera vinur minn, ég er þakklát í hvert skiptið !

AlheimsLjós til þín katrínar ástkæru og randalín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 3.9.2007 kl. 16:38

2 Smámynd: Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson

Þakka þér fyrir fallegt ljóð.

Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson, 3.9.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta er hugþekkt ljóð og áleitið jafnvel fyrir trúleysingja eins og mig. Þó skildi ég ekki orðið -kveðjuskini-, átta mig ekki á hvort blómið hafi ilmað í skini kveðjunnar eða í kveðjuskyni. Tek fram að ég er ekki með aðfinnslur um stafsetningu, en merkingin verður tvíræð vegna þess að y eða i skipta þarna máli. Bestu ljóðin eru oft þau sem skilja eftir spurningar.

Ljóðið er undurfallegt hvor sem merkingin er.

Árni Gunnarsson, 3.9.2007 kl. 17:23

4 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Fallegt ljóð. Takk fyrir það.

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 22:04

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

fallegt ljóð, takk fyrir að deila því með okkur :)

Guðrún Jóhannesdóttir, 4.9.2007 kl. 00:28

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt ljóð.  Takk fyrir það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.9.2007 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband