Vantar löggur...

Ég horfði á sjónvarpsfréttir núna áðan en verð að viðurkenna að það geri ég ekki mjög oft. Þar birtist frétt um að erfitt væri að fá fólk til að gerast löggur vegna lágra launa. Þetta finnst mér hið versta mál. Það er í raun skömm að því að þær manneskjur sem eiga að vernda okkur, bæði okkur sjálf og eigur okkar skuli ekki hafa mannsæmandi laun. Sú ábyrgð sem hvílir á löggum er enginn smá ábyrgð. Hugsið ykkur umferð þarsem örfáar löggur eru til eftirlits, hugsið ykkur ef að það væri brotist inn til ykkar og þegar þið hringduð á lögguna yrðuð þið númer 845 í röðinni, hugsið ykkur ef að eiturlyfjasalar væru við skólalóðina og þið vilduð gera eitthvað í málunum væri það ekki hægt vegna þess að engar löggur væru á vakt. Slæmt er ástandið í miðbæ Reykjavíkur um helgar, hvernig yrði það ef löggum fækkaði um helming? Nú er einnig mikil umræða um heimilisofbeldi og ef lúbarið konugrey kæmist kanski í símann yrði svarið sem hún fengi, vegna manneklu er ekki opið á kvöldin eða um helgar, vinsamlegast reyndu aftur eftir helgi, Í neyðartilfellum má hringja í lögregluna á Kópaskeri!!! Auðvitað hringja ekki menn í lögguna nema í neyðartilfellum. Mér finnst skömm að þessu. Það er til feikinóg af peningum í þessu landi og ef að við höfum ekki efni á að borga fyrir að öryggi þá er komið í óefni. Það verður eitthvað að gera í launamálum lögreglumanna og það ekki seinna en núna. Ég legg til að strax á morgun verði launin tvöfölduð og síðan hækki þau um einhverja upphæð á ársfresti. Og einnig að ráðnir verði fleiri lögreglumenn til starfa, ekki bara hérna á höfuðborgarsvæðinu heldur allsstaðar þarsem þörfin er. Dreymdi ekki alla stráka einusinni um að verða löggur? Og sumar stelpur líka? Látum þá drauma rætast og borgum þeim vel fyrir það. Undir árvekni lögreglu er okkur betur borgið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Að sjálfsögðu á að sjá til þess launalega að fólk vilji gegna þessum störfum , annars endar með því að við verðum að fá erlent vinnuafl í lögregluna eins og fiskverkunina og önnur "leiðinda"störf sem við viljum ekki vinna

Guðrún Jóhannesdóttir, 2.9.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Sæll Guðni Már og velkominn á moggabloggið. Ég er frænka Steinu og veit einhverra hluta vegna helling um þig þó þú vitir líklega minnst um mig!

Allavega. Maðurinn minn er lögreglumaður í íhlaupum. Hann tekur vakt og vakt hér fyrir vestan þar sem við búum, en einungis ef það er algjör mannekla. Þá lætur hann tilleiðast vegna "samfélagslegrar ábyrgðar," ef svo má kalla það. Ekki kemur til greina að gera þetta að fullum starfa, launanna vegna. Þetta er jafnverst launaða vinna sem hann hefur gegnt, álagið hins vegar getur á stundum verið mikið. Sérstaklega í litlu samfélagi þar sem mál verða einhvern veginn... viðkvæmari en ella.

En þetta er sorgleg staðreynd, og verður líklega til þess að löggæslunni hrakar það mikið að skaði hlýst af.

Ylfa Mist Helgadóttir, 3.9.2007 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband