2.9.2007 | 17:00
Kvæði
Af og til hef ég hugsað að birta hér kvæði sem yðar einlægur hefur bögglað saman. Hér er það fyrsta:
Það er vottur af fegurð sem flögrar hér um
fallnar konur og menn á kreiki
í glösum er glóð sem eitt sinn var hlý
og gamlir draugar enn á reiki.
Hér er eitthvað sem er mér algjörlega nýtt
en alltaf þó var hér til staðar
dagurinn er til,ég man það á morgun
og mínútur líða æ hraðar.
Ég skynja það með skammtafræðinni
og skemmti mér á meðan
ég get aldrei farið héðan
Ég get ekki gleymt því, nei það var aldrei til
né get ég á heilum mér tekið
sjáöldur og bárur þær sátu um mig
og stjórnlaust þær hafa mig rekið.
Ég skynja það með skammtafræðinni
og skemmti mér á meðan
ég get aldrei farið héðan.
Ég get ekki heilsað, kvatt né komið á ný
ég kannast við engan og alla
ég get ekki hangið né hríslast hér um
né hoppað til þess eins að falla.
Ég skynja það með skammtafræðinni
og skemmti mér á meðan
ég get aldrei farið héðan.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.