Loksins!

Það hefur tekið mig tímana tvo eða þrjá jafnvel fjóra að byrja að blogga. Ég hét því einhverntímann á síðustu öld að blogga aldrei. En margir hafa komið að máli við mig og beðið mig um að hugsa mig tvisvar um....Er þetta ekki dálítið einsog pólítíkusar, eða þeir sem vilja verða pólítíkusar komast gjarnan að orði. En í dag er semsagt dagurinn, fimmtudagurinn 30.júlí. Klukkan er hálf sjö að kveldi. Og ég sem er að fara á samkomu hjá Samhjálp. Þannig að lítill tími er fyrir fyrsta bloggið, ekki sleppi ég samkomu ef ég mögulega get. Það er ekkert, eða fátt jafn gott og að hitta frábært fólk en af því er nóg hjá Samhjálp. Og að lofa Guð og heyra hina frábæru tónlist sem þar er viðhöfð er engu líkt. En að blogginu; ekki hef ég hug á að dvelja við tölvuna daglega og pikka klukkan hvað ég vaknaði, hvenær ég tannburstaði, hvað ég snæddi né neitt í þá áttina. Heldur að fjalla um hluti sem skipta mig máli og þeir geta verið margir. Og ekki er víst að öllum líki, það kemur í ljós. Nú er Bjarni Fel vinur minn að lýsa leikjum á Rás 2 sem er besta útvarpsstöð landsins og þó víða væri leitað og tími til að koma sér af stað á Samkomu. Það er margt sem ég hefði viljað segja frá akkúrat núna en það bíður betri tíma. Í Guðs friði

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband