17.12.2007 | 11:02
Ergo
Hvort sem það týndist eða togaðist út
eða tók einhver ófrjálsri hendi
þá hef ég það hér í sorg minni og sút
og sit þartil á himnum ég lendi.
Ég leit undir mosann, undir mélaða steina
og miklaðist drjúgur af slitnum bókum
allt gufaði upp, þú veist hvað ég meina
og ég var í því sem burtu við tókum.
Týnt var það næstum úr tilveru minni
en tengt þó með þræði inní hjartað mitt
það tifaði í tilvistarkreppunni sinni
í takti við allt sem ég hélt þitt.
Það skiptir ekki máli rétt sem snöggvast
en síst myndi ég stöðva á fjölförnum vegi
nú er ég hér við náðina að höggvast
sem ný skal vera á sérhverjum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 10:14
Er þetta ekki.........
........svolítill heimóttarskapur? Þó einhver tilvonandi vonandi forsetaframbjóðandi sé spurður um íslenska þróun í vetni? Hvað er fréttnæmt við það? Þó ein bensínstöð sé með áfyllingu fyrir tvo strætisvagna?
Obama spurður um íslenska vetnissamfélagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2007 | 22:05
Alcohol
Svíinn Lars Demian er einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum. Hann er einnig frábært skáld. Alcohol birtist á fyrstu plötu kappans.
Jag vaknar i en trappa och jag vet inte var jag är.
Jag är trasig och blodig och min kropp den känns alldeles sned.
Jag har en smak i munnen, som om jag hade ätit as.
Mina pengar är borta och min klocka har gått i kras.
Jag stapplar ut på gatan och snyggar till mig vid en fontän.
Sen får jag syn på en öppen krog och jag styr mina steg dithän.
Jag säger Ge mig ett glas innan baren stänger.
Ge mig ett glas innan jag törstar ihjäl.
Något som värmer ett fruset hjärta.
Något som tänder en eld i min själ.
Ge mig
ALKOHOL det gör mig till en man det ger mig vad jag tål.
ALKOHOL Då slipper jag se klart då fördunklas mina mål.
ALKOHOL jag tar och höjer mitt glas och dricker djävulen en skål.
ALKOHOL som i mitt hjärta det fanns ett hål.
Här nere bland vänner får jag tillbaka allt mitt mod.
Blir bjuden på ett glas som värmer upp mitt blod.
Och jag blir som en tiger jag ryter och lider.
Jag får mod och kraft som jag aldrig haft.
Jag träffar en kvinna en riktig grevinna.
Hon är skön som en älva när vi dansar för oss själva.
Sen dricker vi tillsammans med systrar och bröder.
Vi super i kapp tills våra hjärnor blöder.
Och natten far förbi rakt in i en mur. Och sen tar det slut...
ALKOHOL du gör mig till en man, du ger mig vad jag tål.
ALKOHOL då slipper jag se klart då fördunklas mina mål.
ALKOHOL du är min bästa vän du är min gemål.
ALKOHOL för mitt förödda liv så får du stå som symbol.
ALKOHOL jag tar och höjer mitt glas och dricker djävulen en skål.
ALKOHOL som i mitt hjärta det fanns ett hål.
Jag vaknar i en trappa och jag vet inte var jag är.
Jag är trasig och blodig och min kropp den känns alldeles sned.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2007 | 13:18
Ég er reiður.
Veðrið setti allt úr skorðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
13.12.2007 | 12:44
Christmas in prison eftir John Prine
It was christmas in prison
And the food was real good
We had turkey and pistols
Carved out of wood
And I dream of her always
Even when I dont dream
Her names on my tongue
And her bloods in my stream.
Chorus:
Wait awhile eternity
Old mother natures got nothing on me
Come to me
Run to me
Come to me, now
Were rolling
My sweetheart
Were flowing
By god!
She reminds me of a chess game
With someone I admire
Or a picnic in the rain
After a prairie fire
Her heart is as big
As this whole goddamn jail
And shes sweeter than saccharine
At a drug store sale.
Chorus:
The search light in the big yard
Swings round with the gun
And spotlights the snowflakes
Like the dust in the sun
Its christmas in prison
Therell be music tonight
Ill probably get homesick
I love you. goodnight.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 12:28
Botnhreinsun?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 11:34
Adam og Sáði.
Í mörg ár gekk ég í Breiðagerðisskólann. Og að sjálfsögðu voru litlu jólin haldin hátíðleg á hverju ári. Jólasöngvar voru sungnir er gengið var í kringum jólatréð. Fundust mér margir söngvarnir hinir undarlegustu. Td. fjallaði einn þeirra um mann sem gekk yfir sjó í þeim eina tilgangi að gera grín að gömlum mann sem vissi ekki hvar hann átti heima, á Grátlandi, Hlælandi eða einhverju öðru landi sem ekki var til nema í sjúkum huga þessa gamla manns. Nema í lok lagsins fattar hann að hann á heima á Íslandi en er því miður staddur í einhverju Hvíslandi og er fastur þar. Eða þá textinn um jólasveininn sem staddur var í kofa inni í skógi! Hvurslags bull! Jólasveinninn eða réttara sagt jólasveinarnir eiga heima upp í Esju en ekki í neinum kofa úti í skógi. Og á þeim tíma voru bara til tvö skóglendi á Íslandi, Hallormstaðarskógur og Vaglaskógur. Þeir voru báðir langt frá Reykjavík og nokkuð ljóst að jólasveinarnir bjuggu ekki í því gróðurlendi. Ímyndið þið ykkur einn einmana jólasvein að reyna að lokka til sín héraskinn, sem reyndar eru ekki til á Íslandi, vegna þess að einhver veiðimaður er að elta hann í þeim eina tilgangi að verða sér úti um jólasteik! Eitt dæmi enn: "Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum" Á jólum á að borða makkintoss og hamborgarhrygg ekki normalbrauð né maltbrauð..og þetta vorum við látin syngja um hver jól. Það er hægt að benda á marga aðra texta en þessa. Einn textinn olli mér samt miklum vangaveltum; textinn um Adam og synina hans sjö. Hann fjallar í stuttu máli um hve Adam var góður pabbi og hversu mjög synirnir voru hændir að föður sínum. Í lok lagsins kemur svo eins og skrattinn úr sauðarleggnum einhver náungi sem heitir Sáði. Hvaða erindi hann átti inn í þetta lag fattaði ég alls ekki. En einsog um hina textana sem ég nefndi hélt ég að þarna væri á ferðinni enn ein vitleysan. Að troða Sáða greyinu inn í fjölskyldu Adams. Í þeim eina tilgangi að: hann klappaði saman lófunum, stappaði niður fótunum, ruggaði sér í lendunum og snéri sér í hring. Og við börnin gerðum einsog hann Sáði, rugguðum okkur semsagt í löndunum og skökuðum okkur. Slík voru örlög Sáða. En þegar ég var kominn vel til ára minna, um þrítugsaldurinn, rann uppfyrir mér ljós og ég táraðist og roðnaði jafnvel. Sáði var ekki til og hafði aldrei verið til. það var Adam sem var að rækta jörðina sína meðfram hamingjusömu fjölskyldulífi. Hann semsagt sáði fræjum og skellti sér svo í breikdans og sneri sér í hring. Raunar var ekki búið að finna upp breikdansinn þá en það skiptir ekki neinu máli. Barnæska mín og litlu jólin í Breiðagerðisskóla litu öðruvísi út. Ég roðna í hvert sinn sem ég heyri þetta lag en ég hugsa líka til leynivinar míns Sáða sem enginn þekkir nema ég. En enn í dag skil ég ekki hvað er jólalegt við þetta lag og hver boðsskapurinn er. Ekki frekar en vísan um gamla manninn með alzheimer sem vissi ekki hvar hann átti heima. Blessuð sé minning Sáða..
Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og snéri sér í hring
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.12.2007 | 10:24
Ike var fínn tónlistarmaður.
Þó að samtíminn minnist hans fyrst og fremst fyrir að hafa verið vondi aðilinn í hjónabandi hans og Tinu var það ekki svo fyrst. Hún varð fræg fyrir að vera eiginkona þessa manns sem var með hljómsveit sem var bæði fræg og víðförul. Efalaust hefur Ike ekki verið við eina fjölina felldur og gert margt miður slæmt en " sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Ike var fínn tónlistarmaður og gerði margt gott í tónlistinni. Hann átti að sjálfsögðu sín mögru ár og þá einkum og sér í lagi eftir að æfisaga Tinu kom út. Þá þótti ekki par fínt að hlusta á drullusokkinn þann. En upp á síðkastið hefur virðing hans vaxið að nýju og það er stutt síðan að hann fékk grammyverðlaun.
Ike Turner látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 16:29
Ég held með nafna...
Mér datt í hug þetta vísubrot eftir Bob Dylan
Senor, senor, let's overturn these tables,
Disconnect these cables.
This place don't make sense to me no more.
Can you tell me what we're waiting for, senor?
Guðni: Nú skal kennsluborðum kristninnar velt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.12.2007 | 10:41
Jólahugleiðing.
Jólin, hvaða þýðingu hafa þau fyrir mig og hvaða þýðingu hafa þau haft gegnum árin. Eitt er víst, jólin nú hafa aðra merkingu fyrir mig en til dæmis fyrir tíu árum síðan. Þá voru þau tími fjárútláta, partýa og kanski það sem var best, frí frá vinnu í nokkra daga. En þau drógu dilk á eftir sér, ég var nokkra mánuði að ná endum saman aftur. Ég tók þátt í neyslu og gjafakapphlaupinu af fullum krafti. Ég varð að gefa flottari og hugmyndaríkari gjafir en aðrir.
Sjaldan leiddi ég hugann að því hversvegna jólin væru haldin. Jesúbarnið var jú fallegt á öllum myndunum, jólalögin voru spiluð og ljós skrýddu bæ og borg. En aldrei leiddi ég hugann að því að þetta fallega jólabarn yrði síðar krossfest. Auðvitað þekkti ég sögu Jesú. En að þetta sama barn yrði síðan neglt á kross fyrir mig og mína vankanta, nei að því leiddi ég aldrei hugann. Það var meira spáð í hvort ætti að fagna frelsaranum með hamborgarhrygg eða hangikjöti.
Ég held meira að segja að Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir hafi verið öllu vinsælli en Kristur.
Fyrir nokkrum árum síðan kynntist ég svo þessu krossfesta jólabarni betur. Ég fór á samkomu hjá Samhjálp og upplifði að þetta fallega jólabarn lifir enn. Svo undarlega sem það kann að hljóma. Ég vissi að Kristur hefði risið upp frá dauðum og síðan nokkrum vikum seinna farið til himna til að vera hjá Guði föður. En að hann væri lifandi í dag, nei það fannst mér af og frá. En ég komst að raun um annað. Hann var sprelllifandi og meira að segja virtist hann kannast við mig! Þennan miðaldra lúser ofan af Íslandi! Ég fann vel fyrir návist hans og góðir menn sögðu að það eina sem ég þyrfti að gera ef ég vildi áfram vera í vinahópi hans væri að opna hjarta mitt fyrir honum og bjóða hann velkominn. Inn í þennan vöðva sem dælir blóði, hvað ætti hann að vilja þangað? Það fannst mér skrítið. Auðvitað vissi ég hvað þeir meintu, en að tala svona um Jesú, það var nú meira en að segja það. Í gáfumannaklíkum sem ég þekki til er ekki það flottasta í heiminum að tala þannig um Jesú. Það þótti miklu flottara að spá í Búdda, jóga og alla þá frændur. En Jesú, nei takk! það leið þó ekki á löngu þartil ég opnaði hjarta mitt og allt æðakerfið, meira að segja bæði litla og stóra heila fyrir þessum besta vini mannsins.
Jólin núna eru ekki fyrir Grýlu og Leppalúða. Nú fagna ég komu frelsarans sem gaf mér eilíft líf í þessu lífi mínu. Enn spái ég í hvort það væri betra að hafa hamborgarhrygg eða hangikjöt á jólunum.Enn reyni ég að gefa ágætar jólagjafir. Ennþá kann ég að blanda saman malti og appelsíni. Enn kaupi ég konfekt á jólunum. Enda er það allt í lagi, jólin eru og eiga að vera stærsta afmælisveisla allrar heimsbyggðarinnar.
Í Matteusarguðspjalli segir:
Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem og sögðu: "Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu." (2:1-2 )
Sumir halda því fram að Betlehemstjarnan hafi aðeins verið Júpíter að færast á himninum. Þegar pláneta er í bakhreyfingu, virðist hún mynda lykkju á ferð sinni um stjörnum prýtt himinhvelið. Plánetan virðist með berum augum staðbundin á hvorum enda lykkjunnar í um það bil viku. Slíkt átti sér til dæmis stað þann 25. desember árið 2 f. Kr. Hreyfing plánetunnar á þeim tíma í vestur hefði leitt vitringana til Jerúsalem en vegna bakhreyfingar Júpíters virtist plánetan "stöðvast" á himninum, frá Jerúsalem séð, beint í suðri, yfir Betlehem. Og ekki nóg með það, heldur "stöðvaðist" plánetan í Meyjarmerkinu og var þannig stöðug í næstum sex daga.
Betlehemstjarnan hefur haft meiri áhrif á mannkynssöguna en nokkur önnur stjarna fyrr eða síðar og sá sem fæddist í Betlehem á jólunum á þessum tíma hefur haft meiri áhrif á mannkynið sjálft en nokkur annar maður sem fæðst hefur, enda var hann Kristur sonur Guðs. Við skulum halda vel upp á fæðingu hans. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)