Adam og Sáđi.

 breakdans

Í mörg ár gekk ég í Breiđagerđisskólann. Og ađ sjálfsögđu voru litlu jólin haldin hátíđleg á hverju ári. Jólasöngvar voru sungnir er gengiđ var í kringum jólatréđ. Fundust mér margir söngvarnir hinir undarlegustu. Td. fjallađi einn ţeirra um mann sem gekk yfir sjó í ţeim eina tilgangi ađ gera grín ađ gömlum mann sem vissi ekki hvar hann átti heima, á Grátlandi, Hlćlandi eđa einhverju öđru landi sem ekki var til nema í sjúkum huga ţessa gamla manns. Nema í lok lagsins fattar hann ađ hann á heima á Íslandi en er ţví miđur staddur í einhverju Hvíslandi og er fastur ţar. Eđa ţá textinn um jólasveininn sem staddur var í kofa inni í skógi! Hvurslags bull! Jólasveinninn eđa réttara sagt jólasveinarnir eiga heima upp í Esju en ekki í neinum kofa úti í skógi. Og á ţeim tíma voru bara til tvö skóglendi á Íslandi, Hallormstađarskógur og Vaglaskógur. Ţeir voru báđir langt frá Reykjavík og nokkuđ ljóst ađ jólasveinarnir bjuggu ekki í ţví gróđurlendi. Ímyndiđ ţiđ ykkur einn einmana jólasvein ađ reyna ađ lokka til sín héraskinn, sem reyndar eru ekki til á Íslandi, vegna ţess ađ einhver veiđimađur er ađ elta hann í ţeim eina tilgangi ađ verđa sér úti um jólasteik!  Eitt dćmi enn: "Ţađ á ađ gefa börnum brauđ ađ bíta í á jólunum" Á jólum á ađ borđa makkintoss og hamborgarhrygg ekki normalbrauđ né maltbrauđ..og ţetta vorum viđ látin syngja um hver jól. Ţađ er hćgt ađ benda á marga ađra texta en ţessa. Einn textinn olli mér samt miklum vangaveltum; textinn um Adam og synina hans sjö. Hann fjallar í stuttu máli um hve Adam var góđur pabbi og hversu mjög synirnir voru hćndir ađ föđur sínum. Í lok lagsins kemur svo eins og skrattinn úr sauđarleggnum einhver náungi sem heitir Sáđi. Hvađa erindi hann átti inn í ţetta lag fattađi ég alls ekki. En einsog um hina textana sem ég nefndi hélt ég ađ ţarna vćri á ferđinni enn ein vitleysan. Ađ trođa Sáđa greyinu inn í fjölskyldu Adams. Í ţeim eina tilgangi ađ: hann klappađi saman lófunum, stappađi niđur fótunum, ruggađi sér í lendunum og snéri sér í hring. Og viđ börnin gerđum einsog hann Sáđi, rugguđum okkur semsagt í löndunum og skökuđum okkur. Slík voru örlög Sáđa. En ţegar ég var kominn vel til ára minna, um ţrítugsaldurinn,  rann uppfyrir mér ljós og ég tárađist og rođnađi jafnvel. Sáđi var ekki til og hafđi aldrei veriđ til. ţađ var Adam sem var ađ rćkta jörđina sína međfram hamingjusömu fjölskyldulífi. Hann semsagt sáđi frćjum og skellti sér svo í breikdans og sneri sér í hring. Raunar var ekki búiđ ađ finna upp breikdansinn ţá en ţađ skiptir ekki neinu máli. Barnćska mín og litlu jólin í Breiđagerđisskóla litu öđruvísi út. Ég rođna í hvert sinn sem ég heyri ţetta lag en ég hugsa líka til leynivinar míns Sáđa sem enginn ţekkir nema ég. En enn í dag skil ég ekki hvađ er jólalegt viđ ţetta lag og hver bođsskapurinn er. Ekki frekar en vísan um gamla manninn međ alzheimer sem vissi ekki hvar hann átti heima. Blessuđ sé minning Sáđa..

Adam átti syni sjö,

sjö syni átti Adam.

Adam elskađi alla ţá

og allir elskuđu Adam.

Hann sáđi, hann sáđi, 

hann klappađi saman lófunum,

stappađi niđur fótunum,

ruggađi sér í lendunum

og snéri sér í hring


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđrún Jóhannesdóttir

ţetta eru náttúrulega bara dásmlegar minningar

Guđrún Jóhannesdóttir, 14.12.2007 kl. 11:23

2 Smámynd: Hjörtur Örn Arnarson

Ég veit ekki hvort ţetta hefur eitthvađ međ Breiđagerđisskólann ađ gera, en öll mín ár ţar áttađi ég mig ekkert á Sáđa!!!!

Hjörtur Örn Arnarson, 14.12.2007 kl. 11:34

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband