Ike var fínn tónlistarmaður.

ike turner

Þó að samtíminn minnist hans fyrst og fremst fyrir að hafa verið vondi aðilinn í hjónabandi hans og Tinu var það ekki svo fyrst. Hún varð fræg fyrir að vera eiginkona þessa manns sem var með hljómsveit sem var bæði fræg og víðförul. Efalaust hefur Ike ekki verið við eina fjölina felldur og gert margt miður slæmt en " sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum". Ike var fínn tónlistarmaður og gerði margt gott í tónlistinni. Hann átti að sjálfsögðu sín mögru ár og þá einkum og sér í lagi eftir að æfisaga Tinu kom út.  Þá þótti ekki par fínt að hlusta á drullusokkinn þann. En upp á síðkastið hefur virðing hans vaxið að nýju og það er stutt síðan að hann fékk grammyverðlaun.


mbl.is Ike Turner látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Í mínum huga er hann bara "maður sem lemur konur" og slíkir menn eru andstyggilegt fyrirbæri.

Ég hef einhvernveginn aldrei spáð í hvernig hann var sem tónlistarmaður.  

Marta B Helgadóttir, 14.12.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Auðvitað er andstyggilegt að berja fólk...sama hver á í hlut. Líkamlegt sem og andlegt ofbeldi er ekki  þolandi.....en Ike hafði einnig aðra "hæfileika"

Guðni Már Henningsson, 14.12.2007 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband