Í minningu vindsins.

 rauð sól

Þú roðagullna milda sól

sem áður lýstir veginn minn

og undurfagrir litir þínir

voru mínir

nú sé ég þig

með steinauga stilltu

 

hrísla litla við veginn

hjá bröggunum veðurbörðu

þú þekkir norðanvindinn

sem áður umvafði mig

með milljónum snertinga

með órímuðum orðum

hvíldu við sjóndeildarhringinn

í minningu vindsins


Regn

 regn

Í miðju steypiregninu
grúfi ég mig í asfaltið
snerti með vörum mínum
fjarlægðina til þín
legg kinn að köldum veruleikanum
og hlusta eftir
klukkum dagsbrúnar

regnið fellur
og tónlistin í eyrum mínum
klukknahljómurinn í sál minni
bergmálar í forundran

fuglar gærdagsins kalla
og ef þú sérð mig
ekki snerta mig
ekki segja orð
því ég er staddur
í hinum sæta ilmi
nýslegins grass
í dal óskanna
í landi fljótanna miklu

skrepptu frekar
í skjól og syngdu
fagnaðarsönginn
og ég skal nema hann síðar

er klukkur klingja ekki meir

í miðju steypiregninu
grúfi ég mig í asfaltið
en ég er
hlátur skólabarna
síðasta sólskinið
ekki
segja
orð


GLEÐILEGT ÁR!

Guð gefi okkur öllum gleðilegt ár kæru vinir. Megi friður ríkja í hjörtum okkar nú um áramótin og á komandi tímum.

áramót


Joy Division Decades

Eitt af mínum uppáhaldslögum, mögnuð tónsmið og góður texti. Lag sem ég æ aldrei leið á.

Here are the young men, the weight on their shoulders,
Here are the young men, well where have they been?
We knocked on the doors of hells darker chamber,
Pushed to the limit, we dragged ourselves in,
Watched from the wings as the scenes were replaying,
We saw ourselves now as we never had seen.
Portrayal of the trauma and degeneration,
The sorrows we suffered and never were free.

Where have they been?
Where have they been?
Where have they been?
Where have they been?

Weary inside, now our hearts lost forever,
Cant replace the fear, or the thrill of the chase,
Each ritual showed up the door for our wanderings,
Open then shut, then slammed in our face.

Where have they been?
Where have they been?
Where have they been?
Where have they been?

Norðanáhlaup

 norðanvindur

Hingað kom gamla fólkið mitt
með stormbeljandann
frá árhundruðunum

snúðu þér til vesturs og síðan til norðurs

og ég tók fagnandi
á móti óveðrinu
að handan

sneri mér til vesturs og síðan til norðurs

en ég sá að gamla fólkið mitt
í rokinu
var dautt
og ég kastaði rekunum, gerði krossmark

sneri mér til suðurs og faðmaði sólina.


Anna.

Arthur Alexander er eina tónskáldið sem Beatles, Rolling Stones og Bob Dylan hafa tekið lag eftir. Beatles tóku þetta lag, Anna, Rolling Stones tóku You better move on og Dylan söng Sally Sue Brown. Alexsander átti merkilega æfi, komst á toppinn og keyrði síðan strætó í mörg ár. Hann hvorki spilaði á hljóðfæri né las nótur, samt samdi hann þessi fallegu lög. Kynnið ykkur endilega tónlistina hans og sögu sem er viðburðarrík.


Fæddur er frelsari.

 jesús í jötu

  

Fyrir umþaðbil tvö þúsund árum síðan fæddist lítið barn í borg Davíðs, Betlehem. Eini tilgangurinn með fæðingu þessa litla drengs, var að gefa okkur eilíft líf, frelsa okkur frá eilífum dauða, vísa okkur veginn til Guðs föður og að lækna okkur og bænheyra. Hugsum okkur að við séum í fjárhúsinu í Betlehem, horfum á nýborið barnið, sem er bæði Guð og Maður, fætt til að frelsa okkur. Hvílik upplifun hlýtur það að vera, að horfa á lávarð heimsins, nýfæddann og jafnvel vera viðstaddur þegar vitringarnir þrír færðu hinar fyrstu jólagjafir. Tala nú ekki um Betlehemsstjörnuna sjálfa. En,  til þess að geta gert allt fyrir okkur varð hann að þola þvílíkar kvalir og smán að líklegast hefði enginn annar getað þolað slíkt. Því, þetta yndislega barn var síðan krossfest einsog hver annar ótýndur glæpamaður. En, ólíkt glæpamönnum og reyndar ólíkt öllum öðrum fór hann syndlaus gegnum lífið, allt þar til hann lést á krossinum. Þá tók hann á sig syndir allra manna til þess að við gætum farið syndlaus í himnaríkið þegar þar að kæmi. Hugsið ykkur byrðarnar sem hann bar, allar syndir mannkyns og maðurinn Jesú hafði verið barinn og kvalinn og hengdur upp á krossi. Og þá sagði hann Faðir fyrirgef þeim því þeir vita ekki hvað þeir gera. Ég er svo heppinn að hafa kynnst þessu litla barni.  Og ég veit að hann hefur þekkt mig lengur en ég hann. Ég veit að hans eini tilgangur var að frelsa mig og þig. Hann vill allt fyrir mig og þig gera. Þú þarft bara að láta hann vita því hann treður ekki gjöfum sínum upp á neinn.Hann situr hjá Guði föður og biður fyrir mér og þér. Þessi Guðni er nú ekkert slæmur strákur heyri ég hann segja og ég veit að hann þarf bara að segja það einusinni því Guð faðir gleymir engu. Ég heyri hann líka segja hún Katrín Ísafold er ekkert slæm stelpa, hann Villi Svan er ekkert slæmur strákur, hann Ólafur Ragnar er ekkert slæmur strákur. Og hann þarf bara að segja þetta einusinni því Guð faðir veit að Guð sonur, Jesús Kristur fer ekki með fleipur. Við þurfum bara að segja, já við erum ekkert slæm en Guð vertu okkur syndugum líknsamur. Ég get ekki nógsamlega þakkað þessu litla barni sem fæddist í Betlehem og var lagður í jötu til hvílu og festur á krossi til að deyja. En, hann dó ekki því hann reis upp frá dauðum, hann lék á þá þar! Hann hafði reyndar áður reist fólk upp frá dauðum þannig að þetta hefði ekki átt að koma æðstu prestunum og rómverjum á óvart, hafi þeir haft fyrir því að kanna málin áður en deir dæmdu hann til dauða. Fögnum komu frelsarans á þessum jólum, lofum hann og tilbiðjum því hann er okkar eina vörn í ólgusjó lífsins. Gleðileg jól. 

Heims um ból, helg eru jól, 
signuð mær son Guðs ól, 
frelsun mannanna, frelsisins lind, 
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind 
:/: meinvill í myrkrunum lá :/: 

Heimi í hátíð er ný, 
himneskt ljós lýsir ský, 
liggur í jötunni lávarður heims, 
lifandi brunnur hins andlega seims, 
:/: konungur lífs vors og ljóss :/: 

Heyra má himnum í frá 
englasöng: Allelújá. 
Friður á jörðu því faðirinn er 
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér 
:/: samastað syninum hjá :/:


Gleðileg jól, vinir og ættingjar nær og fjær.

jól

Father christmas

Hér er eitt flottasta jólarokklag allra tíma. Að sjálfsögðu eru þetta The Kinks!!!!!!


Hvers barn er það?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband