Ekki minnast á morgundaginn

Þetta kvæði hef ég áður birt en það hefur sótt á mig undanfarið þannig að hér kemur það að nýju.

frostrós

 Ekki minnast á morgundaginn
ekki muna eftir því sem gerðist í gær
við erum hér saman í stjörnunnar ljósi
og sjálf nóttin er bæði gegnsæ og tær.

Sýndu mér heiminn sem áður var hulinn
því hér er vor stund og augnablikið
taktu mig í fangið og frelsið mér gefðu
því frostrósabeðið er gróskumikið.

Ekki gráta þær gleymdu stundir
sem gærdagur deyddi með berum klóm
vertu mér minning um eilífa æsku
en ekki um gaddfreðið frostrósablóm

Nú skuggarnir dansa og dögunin kemur
og draumurinn bráðum úti er
þú munt sjá að ég var til staðar
þá stund sem helguð var mér og þér.

Ekki minnast á morgunn sem kemur
sem munaðarfull löngun í huga þér
komdu í fang mitt og frelsið mér gefðu
þú fegurð sem ekki ætluð var mér.

Ekki minnast á morgundaginn
ekki muna eftir því sem gerðist í gær
við erum hér saman í stjörnunnar ljósi
og sjálf nóttin er bæði gegnsæ og tær.


 


Svínasteik

 svínasteik

Það hefur verið kvartað undan því að kveðskapur minn sé á stundum eilítið þungur og tormeltur. Því er hér birtur laufléttur texti um elliárin sem eru því miður ekki svo langt undan...

Svínasteik

Það er sunnudagur og svínið heitt

og sultan með glæsibrag

nú bökum við okkur vínarbrauð

og blessum vorn æfidag.

 

Við sofum getum síðdegis

og síðan aftur í kveld

gleymt okkur í glóðinni

við gamlan ástareld.

 

Það er sunnudagur og svínið heitt

og sultan með glæsibrag

nú bökum við okkur vínarbrauð

og blessum vorn æfidag.

 

Við prjónað getum peysurnar

sem pössum við kanski í

er kvölda tekur og sól er sest

við skálum í bacardi

 

Það er sunnudagur og svínið heitt

og sultan með glæsibrag

nú bökum við okkur vínarbrauð

og blessum vorn æfidag.

 

Á morgun er mánudagur

og með honum ýsa og smér

ef til vill ögn af sérry

og ís og jarðarber.

 

Það er sunnudagur og svínið heitt

og sultan með glæsibrag

nú bökum við okkur vínarbrauð

og blessum vorn æfidag.

 

Þetta er dálítið einsog Ríó tríóið hefði gert þetta....

 


Dimmar stundir

  dark night

Færðu andlitið af öxlinni minni

og brátt verð ég löngu farinn

því hljóð næturinnar

er það eina sem við greinum

fyrir utan andardrátt löngu horfinna

ástmenna sem við getum ekki afneitað

þó tunglið sé fullt

og rakkar næturinnar þekkja ekki muninn

á röngu og vitlausu

ég þarfnast þín meira nú en seinna

en brátt verð ég þó löngu farinn

og þessar dimmu stundir í lifi okkar

og þessi sannleikur sem mun fylla nóttina

mun gera okkur lífið óbærilegt

tunglskinið leikur við berar axlir okkar

og augu mín vökva hárið þitt

dimmt og hrokkið

færðu andlitið af öxlinni minni

því ég vil ekki vekja upp

ástina með fyrstu geislum sólarinnar

því verð ég brátt löngu farinn

á vit þessara hljóða sem fylla nóttina

og síðan mun ég einnig hljóða í nóttinni.


Ögn tvö.

  the sea

Ég sé þig ekki héðan

þó ekkert geti stöðvað mig

á leið minni í óminnislöndin

og fegurð þín minnir mig

á eilífðina

sem mér var lofuð fyrir ekki svo

löngu síðan

ögnin mín en ég sé þig

þaðan sem ég var

og þaðan sem ég verð

yfir sæina djúpu sjö

sendi ég sjón mína

til þín engill

allra fallegra hugsana

og fegurð þín minnir á eilífðina

sem mér var lofuð fyrir löngu síðan

og ég lofsyng þögnina ögnina

sem sjón mín og heyrn nema

þaðan sem ég verð

er eilífðin sem mér var lofuð

fyrir þúsundum ára

verður mín


Van Morrison & John Lee Hooker

I cover the waterfront. Lögin gerast ekki miklu fallegri en þetta. Dáleiðsla. En ekkert myndband!!

Vincent , stjörnubjarta nótt.

Hér er hið magnað lag Don McLean um listmálarann Vincent Van Gogh myndskreytt með málverkum listmálarans, magnað!!!!

Starry starry night
paint your palette blue and grey
look out on a summer's day
with eyes that know the darkness in my soul.
Shadows on the hills sketch the trees and the daffodils
catch the breeze and the winter chills
in colors on the snowy linen land.

And now I understand what you tried to say to me
how you suffered for your sanity
how you tried to set them free.
They would not listen
they did not know how
perhaps they'll listen now.

Starry starry night
flaming flo'rs that brightly blaze swirling clouds in violet haze 

reflect in Vincent's eyes of China blue.
Colors changing hue morning fields of amber grain
weathered faces lined in pain
are soothed beneath the artist's loving hand.
And now I understand what you tried to say to me
how you suffered for your sanity
how you tried to set them free.
perhaps they'll listen now.

For they could not love you
but still your love was true
and when no hope was left in sight on that starry
starry night.
You took your life as lovers often do;
But I could have told you Vincent
this world was never meant for one
as beautiful as you.

Starry starry night
portraits hung in empty halls
frameless heads on nameless walls
with eyes
that watch the world and can't forget.
Like the stranger that you've met
the ragged men in ragged clothes
the silver thorn of bloddy rose
lie crushed and broken on the virgin snow.
And now I think I know what you tried to say to me
how you suffered for your sanity
how you tried to set them free.
They would not listen
they're not
list'ning still
perhaps they never will.


Heiðin há

 heiðin há  

Heiðin há

er ekki ófær

 

ég sé glitta í tunglsljósið

fyrir ofan hjarnið

 

leiðarljósin mín

eru framundan

festar á himininn

af kærleikanum krossfestum

 

vatnið spegilslétt

í óveðrinu

og eftir yfirborðinu

sendi ég þér

fugl

nafna minn

 

heiðin há

er ekki lengur ófær

og dalirnir

búsældarlegir

er tímar koma

með æðstu boðorðin

í luktum höndum


Ögn

 sól  

Veistu

að í dag faðmaði ég sólina að mér

og hún hvíslaði

að mér vorinu

og ögn

af ást

fyllti hjarta mitt

stórt.


Sagnlaus

svartnætti

Í svartnættinu

eru svörin

við spurningunum sem ég

fæ ekki af mér

að spyrja

horfandi þó inn í

hugann þinn

blómstrandi

hvítum blómum

sem tekin voru með töngum

og löngun mín í kransinn

er sterkari en nokkru sinni fyrr

á hnjánum vina mín

styn ég ekki upp

nokkru orði

sé ekki svartnættið

sé ekki dagrenninguna

sé aðeins

stóra hjartað slá

í tilgangsleysi orða

sem mynduð voru

endur fyrir löngu

og líkingamál

á hér ekki við

ekki fremur en þá

er hafið blítt og létt

sópaði burt

öllum söknuði

og eftir stóðu

orðin sagnlaus

gagnslaus

allslaus


Í minningu Rúnars


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband