Til Gulla litla

Ég sendi honum Gulla litla kvæðisbút. Þarsem ég kann svo lítið á tölvur þá prentaðist hann kolvitlaust. Þessvegna birti ég hann á minni síðu svo að Gulli og aðrir viti hvernig vísan á að líta út!!!

gulli litli

Aldrei var nokkurt Norðurland

né nokkuð sem heitir Fjóni

og aldrei yfir eyðisand

einn um nótt með Jóni

dróst sá mikli dóni

dinglandi læraprjóni

á bíla.

 

Hann Litli yfirgaf láglaunaland 

til lands með léttöl úr krana

eins og Móse inn í miðausturland

undir miskunn nokkura Dana

sem helst minna á hana

sem bíða sinn bana

hrópandi havana

gíla.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Já, það þarf ekki alltaf að vera merkilegt yrkisefnið svo úr verði góð vísa ... nei... ég er bara að grínast Gulli minn... ennþá vinir?

Brattur, 27.3.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Gulli litli

Hver er þessi Brattur?

Gulli litli, 27.3.2009 kl. 21:57

3 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Hann er í framboði fyrir Ö listann.

Guðni Már Henningsson, 27.3.2009 kl. 21:59

4 Smámynd: Gulli litli

Er að springa í tætlur af stolti Guðni minn....Brattur, við erum vinir ...

Gulli litli, 27.3.2009 kl. 21:59

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Við ætlum að kjósa hann, þaðeraðsegja ég, þú færð ekki að kjósa hér. Einnig bið ég afsökunar á framferði mínu í bankamálunum, ég kom nokkrum bönkum á hausinn. Lofa að gera það aldrei aftur. Svo hjálpi mér gvÖÖÖð.

Guðni Már Henningsson, 27.3.2009 kl. 22:04

6 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Gulli... ekk í tætlur, það er bannað, annars er ég auðmjúkur yðar ævarandi þjónn í nútíð sem framtíð.

Guðni Már Henningsson, 27.3.2009 kl. 22:06

7 Smámynd: Gulli litli

Það eru engir bankar eftir Guðni minn! Þú verður að gera eitthvað annað næst.

Gulli litli, 27.3.2009 kl. 22:06

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Alveg sama, ég biðst samt afsökunar.

Guðni Már Henningsson, 27.3.2009 kl. 22:08

9 Smámynd: Brattur

Gulli, vinur, utankjörstaða atkvæðagreiðslan er hafin Ö listinn þarfnast þín...

Brattur, 27.3.2009 kl. 22:22

10 Smámynd: Gulli litli

Þú hefur minn stuðning....þú ætlar að leggja niður kreppuna er það ekki?

Gulli litli, 27.3.2009 kl. 22:51

11 Smámynd: Gulli litli

Guð ni og Guð laugur ...okkur er fyrirgefið..

Gulli litli, 27.3.2009 kl. 22:52

12 Smámynd: Brattur

... jú kreppan verður lög niður og sett niður með kartöflunum í vor...

Ég öfunda ykkur Guðna að heita Guð í byrjun nafna ykkar... langar rosalega að láta skíra mig upp á nýtt og heita Guðbrattur...

Brattur, 27.3.2009 kl. 23:08

13 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Brattur, þú þarft ekki að öfunda; Brattur er gvÖÖÖð!!!!

Guðni Már Henningsson, 28.3.2009 kl. 08:45

14 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Brattur er gvÖÖÖð og mÖÖÖÖrgæsir á Vatnajökull, ÖÖÖReigar allra landa sameinist!!!! KJösum ÖÖÖÖ listann i vor. 

Guðni Már Henningsson, 28.3.2009 kl. 08:47

15 Smámynd: Gulli litli

Gulli litli, 28.3.2009 kl. 09:14

16 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Meinleg níðkvæði um Norðurland. Vér mótmælum.

Guðmundur St Ragnarsson, 28.3.2009 kl. 14:19

17 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég biðst enn og aftur afsökunar og fyrirgefningar.

Guðni Már Henningsson, 28.3.2009 kl. 15:19

18 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Þið eruð frábærir. ;)

Marta Gunnarsdóttir, 28.3.2009 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband