Vera ber.

vera 

Ef þú bankar með bambus á mínar dyr

og biður um Auðnu þér til handa

þá er eins víst að vísdómur sofni

vært út við sæbarða kolsvarta sanda.

En þú ert ekki til og þú ert ekki hér

en þó ertu einsog hún Vera ber.

 

Nú kurr er í Sveini og korgur í bollum

og Karl rífur hár sitt oft á dag

nú hárið er í sátu sem safnað var saman

og send til að fóðra eitt moldarflag.

En hún er ekki til og hún er ekki hér

en þó er hún einsog hún Vera ber.

 

Að lokum fer ljósið í flæmingi undan myrkri

og lokað verður fyrir fullt og fast.

Hún Vera var vera sem búin er að vera

eftir veglegt kraftmikið brjálæðiskast.

En hún var ekki til og hún var ekki hér

en þó var hún  einsog hún Vera ber.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband