Hér er mitt.

ljós að nóttu

Hér er mín leið þinn kross og þitt ljós
hér er mín löngun mitt blóm og mín rós
þú gafst mér þinn veg þinn arf og þitt þor
þinn vetur og haust og morgunsins vor.

Hér er mitt beð minn hringur mín hönd
hér er mitt líf mín sála mín önd
Þú gafst mér þitt bros þinn staf og þitt líf
ég þarfnast þín alltaf er brattann ég klíf.

Hér er mín nótt minn morgunn mitt kvöld
hér er þinn dagur þinn máttur þín völd
þú gafst mér ó Guð þitt loforð þinn stað
þú komst strax til mín þegar ég bað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll.

Frábær texti. Eftir hvern er þetta? Þig?

kveðja,

Sveinn Hjörtur , 31.10.2007 kl. 23:38

2 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

YNDISLEGT bara yndislegt

Guðrún Jóhannesdóttir, 1.11.2007 kl. 00:37

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt kæri vinur minn.

hafðu fallegan dag í dag.

AlheimsLjós til þín

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 1.11.2007 kl. 07:26

4 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Sveinn Hjörtur og Guðrún..þúsund þakkir og Steina mín...Guð geymi þig í dag og alla daga..

Guðni Már Henningsson, 1.11.2007 kl. 09:39

5 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Guðni, mikið er þetta fallegt. Er þetta eftir þig?

Marta B Helgadóttir, 1.11.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband