Stríð og friður

stríð og friður

Ég ráfa um í regninu allt er yfirmáta blautt

ég reyni að skoða huga minn en þar er allt tómt og autt

það er líkt og stríð eða jafnvel friður strunsi með mér

með stráhatt á höfði í stuttbuxum og sólgleraugu á sér

 

Hér áður fyrr var fjörðurinn galsafenginn og jafnvel tær

nú finnst hvorki alda né yfirleitt nokkur sær

grjótið er bert og allt er grátt hvert sem litið er

og gráminn er kanski mestur við hliðina á mér

 

Fjöllin voru há og furur alla leið uppá tind

en fúaspítur aftra nú för að lífsins lind

brekkan sem var brött er nú rústir og flatneskjan ein

og bráðum mun ég koma þó klukkan sé orðin sein

 

það er líkt og stríð eða jafnvel friður strunsi með mér

með stráhatt á höfði og heila fjölskyldu með sér

 

Ég er klæddur í klafa sem eittsinn var splunkunýr

ég klæmist og ég bölva einsog Óðinn eða jafnvel Týr

það er sama hvort ég þegi eða þakka fyrir ekki neitt

ég þramma bara áfram útí allt eða barasta eitt

 

það er líkt og stríð eða jafnvel friður strunsi með mér

með stráhatt á höfði og heila fjölskyldu með sér

 

Og þið sem eittsinn góluðuð um gjörningaveðrið hér

gasprið um það eitt sem fyrir augu ykkar ber

haldið ykkur á mottu sem flýgur um mánann blá

því á morgun verður hvorki aftur né áðan, hér eða þá.

 

það er líkt og stríð eða jafnvel friður strunsi með mér

með stráhatt á höfði og heila fjölskyldu með sér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flottur !

Anna Einarsdóttir, 18.4.2009 kl. 17:45

2 Smámynd: Brattur

Algjörlega frábært... svakalega er gaman að lesa ljóðin þín Guðni... mikið flæði og hrynjandi og auðvelt að búa til lög við mörg þeirra...

Brattur, 18.4.2009 kl. 21:09

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Það er eitthvað svo heillandi við þessi ljóð,

sem eru bæði falleg og góð.En mundu

eftir honum

Jesú

sem man eftir þér. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 21.4.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband