Myndir

 mynd

Ég stari á þig af málverki inní stofu
með stjörfum augum engu lík
það hríslast um mig þar sem ég hangi
og ég held að ópið sé eftir Grieg.

Á þessari brú í bláma kvöldsins
hef ég beðið eftir svari frá þér
með angist í augum í kæfðu ópi
ertu nú loks að fara frá mér?

Er það Erró eða Pablo Picasso
eða plaggat af Rolling Stones
Kjarval eða Flóki eða Vincent eða Monet
ég vil ekki hanga til eilífðarnóns

Í stjörnubjartri nótt ég birtist á ný
og brosi dálítið fjarstæðukennt
í nótt er ég glaður í skærgulum litum
og gæli við þig og eyra Vincent

Ég er skærasta stjarnan á himni háum
og hér vil ég dvelja alla tíð
í undarlegum litum frá einmana manni
sem í eiginn ranni háði sitt stríð

Er það Erró eða Pablo Picasso
eða plaggat af Rolling Stones
Kjarval eða Flóki eða Vincent eða Monet
ég vil ekki hanga til eilífðarnóns


Ég er frosið augnablik á málaðri mynd
og með mér hinir og þessir
ég er sól og tungl og fuglar og fólk
og fjara þegar það hvessir

Ég er einn og ég er með öllum hinum
og stundum ég fyrirfinnst hvergi
ég hangi á göngum og í gylltum sölum
eða er geymdur inná hótelherbergi

Er það Erró eða Pablo Picasso
eða plaggat af Rolling Stones
Kjarval eða Flóki eða Vincent eða Monet
ég vil ekki hanga til eilífðarnóns




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Glæsilegt. Er þetta ljóð við eitthvað lag? Spyr af því það er eins og viðlag í því.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.4.2009 kl. 22:40

2 Smámynd: Brattur

Guðni, þarna toppar þú sjálfan þig... og alla aðra líka... alveg magnað...

Brattur, 4.4.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Áhrifaríkt.  Flott. 

Anna Einarsdóttir, 4.4.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

 Góður.

Marta Gunnarsdóttir, 5.4.2009 kl. 01:11

5 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir kæru vinir. Maggi, það er til lag við þetta og það verður væntanlega gefið út í haust. Brattur, sá þig ekki í sjónvarpssal með hinum pólítíkusunum, enda ekki nema von, okkar flokkur þarf ekki svona vitleysu...

Guðni Már Henningsson, 5.4.2009 kl. 21:25

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

"Þegar þeir nálguðust Jerúsalem og komu til Betfage við Olíufjallið, sendi Jesús tvo lærisveina

og sagði við þá: "Farið í þorpið hér framundan ykkur, og jafnskjótt munuð þið finna ösnu bundna og fola hjá henni. Leysið þau og færið mér.

Ef einhver hefur orð um, þá svarið: ,Herrann þarf þeirra við,` og mun hann jafnskjótt senda þau."

Þetta varð, svo að rættist það, sem sagt er fyrir munn spámannsins:

Segið dótturinni Síon: Sjá, konungur þinn kemur til þín, hógvær er hann og ríður asna, fola undan áburðargrip.

Lærisveinarnir fóru og gjörðu sem Jesús hafði boðið þeim,

komu með ösnuna og folann og lögðu á þau klæði sín, en hann steig á bak.

Fjöldamargir breiddu klæði sín á veginn, en aðrir hjuggu lim af trjánum og stráðu á veginn.

Og múgur sá, sem á undan fór og eftir fylgdi, hrópaði: "Hósanna syni Davíðs! Blessaður sé sá sem kemur, í nafni Drottins! Hósanna í hæstum hæðum!"

Þegar hann kom inn í Jerúsalem, varð öll borgin í uppnámi, og menn spurðu: "Hver er hann?"

Fólkið svaraði:

"Það er spámaðurinn Jesús frá Nasaret í Galíleu." Matt. 21. 1.-11.

Guð blessi þig

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 22:05

7 Smámynd: Brattur

Guðni... okkar flokkur Önd-vegis-flokkurinn er lítið fyrir lýðskrum... við vinnum okkar verk í kyrrþey og látum verkin tala... okkar tími kemur fyrr eða síðar... sjáðu til...

Ö er ekkert BÖ !

Brattur, 5.4.2009 kl. 23:08

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ride on sister....   Ö er ekkert BÖ   munið XÖ

Guðni Már Henningsson, 5.4.2009 kl. 23:18

9 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

X - Jesús

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:27

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hann er ekki í framboði. 

Anna Einarsdóttir, 5.4.2009 kl. 23:30

11 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Rétt Anna, en Brattur er í framboði í ÖÖÖÖÖÖÖÖllum kjÖÖÖÖÖÖÖrdæmum... og fer allsstaðar inn .... nema þessi sem fer inn á utankjÖÖÖÖÖrstaðaatkvæÖÖÖÖÖÖÖm...

Guðni Már Henningsson, 5.4.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband