Nú er komið meira en nóg.

Ég er reiður, svo reiður að ég gæti bölvað þessum andskotum sem eru að gera akvegi borgarinnar að vígvelli. Burtu með þessi fífl og það strax. Lokum þetta lið inni og það til langs tíma. Skipuleggjum leit að þessum fíkniefnadruslum sem leggja það í vana sinn að aka undir áhrifum, skildum það í langtímameðferð, gerum ökutækin upptæk og tökum af þeim ökuskírteinið og geymum þau lengi. Þetta gengur ekki lengur. Ég skora á stjórnvöld að leggja meira fé í lögguna svo að hún geti sinnt þessu betur og á ég þá einnig við fíkniefnalögguna. Herðum leit að innflytjendum fíkniefna og miklu fleiri löggur út á vegina til eftirlits. Hækkum launin hjá lögreglunni því starfsmennirnir eru í lífshættu á hverjum degi. Það verður eitthvað að gera og það strax, núna, í dag ekki á morgun. Þetta gengur ekki lengur. Fíkniefnaökumenn eru okkur hættulegri en Alkaída. Við eigum börn sem ganga í skóla og hver segir að þetta fíkniefnapakk aki eingöngu á kvöldin og á næturnar. Ég er ógurlega reiður og mér finnst reiði mín vera réttlát. Ég skora á alþingi að taka þetta mál upp. NÚNA....
mbl.is Bifreið gjöreyðilagðist er hún þeyttist á bensínstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Alveg sammála þér.

Marta B Helgadóttir, 15.11.2007 kl. 09:58

2 Smámynd: Guðjón Sigurðsson

Eg er þer sammala en eg mundi gæta orða minna þetta ogæfufolk eru veikir einstaklingar. Að henda öllum i fangelsi er ekki lausn nema i skamman tima.Eg a barnabörn og oft hugsa eg með hrillingi til þess ef eithvað kæmi fyrir þau og þa verð eg ofsareiður en það hjalppar mer ekki. Þetta fyribæri er nytt að folk aki  undir ahrifum fikniefna þetta var ekki til i okkar ungdæmi.Lögreglan a að fa fjarheimildir til að fylgjast vel með þessum mönnum eg held að lögreglan þekki flesta þessara manna og geti gripið inni fyrr. En pössum okkur að kalla ekki alla þa sem við erum osatt við aumingja.

Guðjón Sigurðsson, 15.11.2007 kl. 09:58

3 identicon

Um daginn las ég grein eftir mann sem hafði tekið saman samfélagslegan kostnað af fíkniefnaneyslu og borið saman við slíkan kostnað af áfengis- og tóbaksneyslu.  Niðurstöðurnar voru athyglisverðar.

Sem hlutfall af þjóðartekjum (að mig minnir) var kostnaður af áfengisneyslu 1,7%, af tóbaksneyslu 1,1% en af neyslu allra annarra fíkniefna 0,1%.  Þetta segir okkur í raun hvernig við ættum að forgangsraða verkefnum ef við viljum hag samfélagsins sem mestan.

Akstur undir áhrifum, hvort sem það er áfengis eða annarra fíkniefna, er alvarlegt vandamál.  Við því þarf að bregðast með auknu umferðareftirliti.  Það er skynsamlegasta leiðin því að það ræðst á sjálfan glæpinn, þ.e. akstur undir áhrifum, og tekur samtímis á akstur undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna.  Að herða fíkniefnaeftirlit verður aðeins til þess að draga mannskap og fjármagn út úr umferðarlöggæslunni og inn í aðgerðir sem refsa fólki fyrir það hvaða smekk það hefur fyrir efnið sem kemur því í vímu.  Það tel ég ómarkvisst.  Sá sem reykir hass, eða notar kókaín, vinnur samfélaginu vissulega ógagn en ekkert meira ógagn en sá sem notar áfengi.  Ef hins vegar þessir aðilar setjast allir undir stýri eru þeir hættulegir, alveg sama hvaða vímuefni þeir hafa notað.

Ég segir því:  Umferðarlöggæsla, umferðarlöggæsla og aftur umferðarlöggæsla.

Hreiðar Eiríksson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:08

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ó Já já já

Einar Bragi Bragason., 15.11.2007 kl. 10:13

5 identicon

Flott grein hjá þér Guðni Már og vonandi les Björn Bjarnason bloggari og dómsmálaráðherra hana, því að dómsmálayfirvöld virðast sofa værum svefni í þessum stórhættulega málaflokki. Það er bara tímaspursmál  hvenar þessir helvítis dópistar fara að drepa fólk hér í kappakstri sínum á meingölluðu gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Svo virðist líka vera að óvenjulega mikið dóp sé hér í umferð þrátt fyrir að ein skúta ( sjálfsagt af mörgum ) sé tekin. 

Stefán (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 10:57

6 Smámynd: Ingigerður Friðgeirsdóttir

Flott grein hitdtir beint í mark EN ratar hún rétta leið íslenska dómskerfið er í molum!!!!!!

Ingigerður Friðgeirsdóttir, 15.11.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband